Forseti rússnesku Ólympíunefndarinnar, Stanislav Pozdnyakov, segir að það sé heiður fyrir afreksíþróttafólk Rússa að taka þátt í innrásinni í Úkraínu.

Nýjasta útspil Vladimír Pútín nær meðal annars til íþróttafólks landsins.

Forseti Rússlands tilkynnti í vikunni sóknaraðgerðir í innrás Rússa í Úkraínu með herkvaðningu 300 þúsund einstaklinga til að „verja móður­landið, full­veldi þess og landa­mæri.“

„Fyrir hönd Ólympíunefndarinnar, þá álítum við það sem ríkisborgarar þessa ríkis að það sé mikill heiður að þjóna landi sínu, þar á meðal landsliðsfólk,“ kom fram í viðtali við Pozdnyakov hjá rússneska ríkisfjölmiðlinum Tass.