Þessu lýsir hann yfir í pistli sem birtist hjá The Telegraph. Í pistlinum segir Carragher að félaggskipti Vardys frá Fleetwood Town til Leicester gætu verið þau bestu sem við munum nokkurn tímann sjá. ,,Ég er alltaf mjög tregur til þess að koma með svona yfirlýsingar en ef við myndum taka saman lista með bestu og áhrifamestu félagsskiptum knattspyrnusögunnar og meta þau með tilliti til kaupverðs, hver myndi slá félagsskiptum Vardys til Leicester við?"

Vardy í leik með Fleetwood Town
G

Saga Vardys er hreint út sagt mögnuð. Árið 2012 var hinn 25 ára gamli Jamie Vardy að spila með utandeildarliði Fleetwood Town og knattspyrnuferill hans virtist ekki vera að stefna i eitthvað stórkostlegt. Á sínum tíma með Fleetwood Town skoraði Jamie Vardy 34 mörk í 40 leikjum og frammistaða hans vakti athygli liða í efri deildum Englands.

Þá kom kallið frá næst efstu deild í Englandi. Vardy var keyptur til Leicester City fyrir eina milljón punda. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en sló ekki í gegn hjá félaginu á sínu fyrsta tímabili.

Tímabilið 2013/14 átti hann hins vegar eftir að slá í gegn og lék lykilhlutverk í liði Leicester sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Vardy spilaði 37 leiki í B-deildinni, skoraði 16 mörk og gaf 11 stoðsendingar.

Í leik með Leicester City tímabilið 2013/14
GettyImages

Síðan þá hefur Leicester City gert sig gildandi í deild þeirra bestu. Liðið varð Englandsmeistari undir stjórn Claudio Ranieri árið 2016 og varð enskur bikarmeistari á síðasta tímabili.

Fyrrum utandeildarleikmaðurinn Jamie Vardy, hefur leikið lykilhlutverk í þeirri vegferð og er löngu búinn að borga upp þá upphæð sem Leicester City keypti hann á sínum tíma fyrir.

,,Við getum talað um nokkur félagsskipti sem hafa breytt sögu ensku úrvalsdeildarinnar, til að mynda þegar Cantona gekk til liðs við Manchester United, Dennis Bergkamp til Arsenal, Yaya Toure og David Silva til Manchester City eða Virgil Van Dijk til Liverpool en þetta voru allt leikmenn sem voru reglulegir landsliðsmenn og höfðu nú þegar gert það gott," segir Carragher í pistli sínum sem birtist á vefsíðu The Telegraph.

,,Saga Vardys er einstök. Hann gekk til liðs við Leicester fyrir eina milljón punda frá utandeildarliði og kom öllum að óvörum. Þegar sögur um enska knattspyrnu verða sagðar framtíðar kynslóðum mun vera sagt frá Leicester City fyrir og eftir komu Jamie Vardys," skrifaði Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur Sky Sports.

Vardy á að baki 368 leiki fyrir Leicester City, í þeim leikjum hefur hann skorað 154 mörk og gefið 62 stoðsendingar. Þá á hann einnig að baki 26 leiki fyrir enska landsliðið og skorað 7 mörk.

Englandsmeistari
GettyImages