Fótbolti

Segir Ís­land komið í 36. sæti á styrk­leika­lista FIFA

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo eða MisterChip eins og hann er kallaður á Twitter birti í dag hvernig næsti styrkleikalisti FIFA mun líta út og fellur Ísland niður í 36. sæti listans samkvæmt útreikning hans.

Strákarnir okkar eru í frjálsu falli niður styrkleikalista FIFA þessa dagana og hefur Fréttablaðið/Eyþór

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo eða MisterChip eins og hann er kallaður á Twitter birti í dag hvernig næsti styrkleikalisti FIFA mun líta út og fellur Ísland niður í 36. sæti listans samkvæmt útreikning hans.

Er þetta annar mánuðurinn í röð sem Ísland fellur niður á listanum og hefur Ísland alls fallið niður um átján sæti á rúmu hálfu ári.  

Náði Ísland besta árangri sínum í karlaflokki frá upphafi í byrjun þessa árs þegar þeir náðu 18. sæti en stórt tap gegn Sviss og Belgíu á stóran þátt í falli Íslands.

Birti MisterChip uppfærða stöðu 70. efstu liða styrkleikalistans eftir nýafstaðið landsleikjahlé og er Ísland á milli Serbíu og Kosta Ríka á listanum.

Sigur Belga á Íslandi á dögunum skýtur þeim upp fyrir Frakka í efsta sæti styrkleikalistans en Sviss heldur 8. sætinu á styrkleikalistanum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Þjálfari Úrúgvæ fær nýjan samning 71 árs gamall

Fótbolti

Hafna beiðni La Liga um leiki í Bandaríkjunum

Fótbolti

„Styttist í tækifærið með landsliðinu“

Auglýsing

Nýjast

Landið að rísa aftur á Skaganum

Tiger deilir forskotinu með Rose í Atlanta

De Bruyne stefnir á að ná leiknum gegn Man United

Mendy sviptur ökuleyfi í eitt ár

Conor McGregor semur við UFC um sex bardaga

Birgir Leifur fékk tvo erni og nær niðurskurði

Auglýsing