Fótbolti

Segir Ís­land komið í 36. sæti á styrk­leika­lista FIFA

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo eða MisterChip eins og hann er kallaður á Twitter birti í dag hvernig næsti styrkleikalisti FIFA mun líta út og fellur Ísland niður í 36. sæti listans samkvæmt útreikning hans.

Strákarnir okkar eru í frjálsu falli niður styrkleikalista FIFA þessa dagana og hefur Fréttablaðið/Eyþór

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo eða MisterChip eins og hann er kallaður á Twitter birti í dag hvernig næsti styrkleikalisti FIFA mun líta út og fellur Ísland niður í 36. sæti listans samkvæmt útreikning hans.

Er þetta annar mánuðurinn í röð sem Ísland fellur niður á listanum og hefur Ísland alls fallið niður um átján sæti á rúmu hálfu ári.  

Náði Ísland besta árangri sínum í karlaflokki frá upphafi í byrjun þessa árs þegar þeir náðu 18. sæti en stórt tap gegn Sviss og Belgíu á stóran þátt í falli Íslands.

Birti MisterChip uppfærða stöðu 70. efstu liða styrkleikalistans eftir nýafstaðið landsleikjahlé og er Ísland á milli Serbíu og Kosta Ríka á listanum.

Sigur Belga á Íslandi á dögunum skýtur þeim upp fyrir Frakka í efsta sæti styrkleikalistans en Sviss heldur 8. sætinu á styrkleikalistanum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Birkir enn á hliðarlínunni vegna meiðsla

Fótbolti

Þjóðadeildin gefur vel af sér til KSÍ

Fótbolti

Lars Lagerback arkitektinn að frábæru ári Noregs

Auglýsing

Nýjast

Kristófer verður í hóp í kvöld

Versta byrjun Íslandsmeistara síðan 1996

Samráð um aðgerðir gegn veðmálasvindli

Ósigur staðreynd þrátt fyrir mun betri frammistöðu

Ívar hættur með landsliðið

Tíu stiga tap gegn Bosníu í kaflaskiptum leik

Auglýsing