Dern er 28 ára gömul en hún fer í bardaga á morgun gegn Marina Rodriguez í Vegas. Dern mætir til leiks eftir fjóra sigra í röð. Hún segir að litið sé niður á sumar bardagakonur

„Þú þarft alltaf að vera að sanna þig," segir Dern um stöðu mála.

„Þegar það er huggulegur karlmaður er slást. Þá gera menn bara grín að honum og tala um að hann sé ekki nógu góður. Konur tala hins vegar á annan hátt, þær tala um hvað það er gaman að horfa á huggulegar konur slást.“

„Þú þarft að sanna þig meira en aðrar konur þegar þú telst hugguleg," sagði Dern en stærstur hluti þeirra sem fylgjast með UFC eru karlar.

Tapaði fylgjendum við óléttu

Dern segist hafa tapað fylgjendum á Instagram þegar hún varð ófrísk. „Ég tapaði 50 þúsund fylgjendum þegar ég greindi frá því að ég væri ófrísk.“

Hún segist reglulega fá spurningar um það hvort hún ætli að fara að selja myndir af sér á OnlyFans. „Einbeiting mín er á það breyta hugmyndum fólks um konur. Allar konur eru fallegar.“