Framkvæmdarstjóri Harbour View FC, ríkjandi meistaranna í Jamaíka, Clyde Juredini, segir að leiðin fyrir Heimi Hallgrímsson að koma Jamaíka inn á HM sé greiðari en fyrir nokkurn annan þjálfara í sögu landsliðsins.

Hann segist vera ánægður með ráðningu Heimis og að Eyjamaðurinn muni njóta stuðnings innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Juredini ræddi ráðningu Heimis sem þjálfara karlaliðs Jamaíka, Reggístrákanna, í útvarpsviðtali sem hægt er að hlusta á hér.

„Mér líst vel á þessa stefnu og vonandi gengur honum og liðinu vel. Við styðjum öllum við landslið Jamaíka og við þurfum að komast í lokakeppni HM á ný. Þessi leið inn á HM 2026, er auðveldasta leið inn á HM sem við munum nokkurn tíman sjá.“

Juredini telur að Heimir muni njóta stuðnings innan knattspyrnuhreyfingarinnar og bætir við að erlendir þjálfarar njóti iðulega stuðnings sem heimamenn fái ekki.

Þá veltir hann fyrir sér í þættinum hvort að Adidas sé að aðstoða við ráðninguna þegar talið berst að fjármálum og bendir á að Jamaíka sé að skipta yfir í Adidas, næsti andstæðingur liðsins leiki í Adidas, leikið sé á velli hjá liði sem leikur í Adidas og að Andre Blake, fyrirliði liðsins, sem leiki einmitt í Adidas, sé kominn aftur.