Enski boltinn

Segir Fred að bæta varnarleikinn til að komast í liðið

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að brasilíski miðjumaðurinn Fred þurfi að bæta varnarleikinn til að komast inn í liðið.

Brasilíumaðurinn Fred hefur ekki slegið í gegn með Manchester United. Fréttablaðið/Getty

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að brasilíski miðjumaðurinn Fred þurfi að bæta varnarleikinn til að komast inn í liðið.

Manchester United greiddi Shakhtar Donetsk rúmlega fimmtíu milljónir punda fyrir Fred í sumar og var hann stærsta stjarnan sem liðið keypti.

Hann hefur ekkert komið við sögu í ensku úrvalsdeildinni í rúman mánuð og aðeins byrjað þrjá leiki af síðustu fjórtán.

Fred var hvergi sjáanlegur í leikmannahópi Manchester United gegn Arsenal í vikunni, stuðningsmönnum til mikillar undrunar.

„Það þurfa margir leikmenn að fá fleiri mínútur, meðal annars Fred en þegar við verjumst er ekki gott að hafa hann á miðjunni. Þegar hann bætir varnarleikinn og varnarleikur liðsins verður betri kemur hann aftur inn.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

José Mourinho rekinn

Enski boltinn

Mourinho verður ekki refsað fyrir blótsyrðin

Enski boltinn

Viðræður hafnar við Martial

Auglýsing

Nýjast

Guðrún Brá lék á pari í dag

Ragnar og Arnór Þór verða liðsfélagar

Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn

Helgi kominn með nýtt starf

Al­þjóð­legt Cross­Fit mót haldið á Ís­landi í maí

Keflavík, Haukar og Njarðvík áfram í bikarnum

Auglýsing