Fótbolti

Segir erfitt að leika fyrir félag eins og Barcelona

Kólumbíski miðvörðurinn Yerry Mina sem sló í gegn með landsliði Kólumbíu á HM í knattspyrnu segir að það geti verið afar erfitt að takast á við pressuna sem fylgir því að leika fyrir félag á borð við Barcelona.

Mina í leik fyrir Barcelona í vor. Fréttablaðið/Getty

Kólumbíski miðvörðurinn Yerry Mina sem sló í gegn með landsliði Kólumbíu á HM í knattspyrnu segir að það geti verið afar erfitt að takast á við pressuna sem fylgir því að leika fyrir félag á borð við Barcelona.

Mina varð fyrsti Kólumbíumaðurinn sem gengur til liðs við Barcelona í janúar síðastliðnum en tækifæri hans í Katalóníu voru af skornum skammti. Kom hann aðeins við sögu í fimm leikjum er Barcelona vann spænsku deildina.

Byrjaði hann á bekknum í fyrsta leik Kólumbíu á HM en hann skoraði þrívegis er Kólumbía komst í 16-liða úrslitin. Þar á meðal var jöfnunarmark Kólumbíu gegn Englandi sem kom leiknum í framlengingu en England vann í vítaspyrnukeppni.

„Ég var oft ekki í hóp og það var erfitt að fylgjast með úr stúkunni eða í sjónvarpinu. Ég varð leiður því mér fannst einfaldlega ekkert ganga upp. Ég gat varla sent boltann á æfingum. Fyrir vikið var ég stressaður í Rússlandi en guð gaf mér annað tækifæri,“ sagði Mina sem getur ímyndað sér að yfirgefa Barcelona.

„Ég vonast til að spila fyrir lið þar sem það er minni pressa og þar sem ég kemst inn á völlinn. Ég mun halda áfram að gera mitt besta fyrir Barcelona.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Fótbolti

Boateng verður ekki með í kvöld vegna veikinda

Fótbolti

Líklegt að Fabinho leiki við hlið Matip í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Fundarhöld um framtíð Sarri

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Auglýsing