Starfsmaður Phoenix Suns sem lék til úrslita í NBA-deildinni á síðasta ári, lenti í eineltis- og hefndaraðgerðum af hálfum stjórnenda félagsins eftir að hún kvartaði undan kynjamisrétti.

Þetta kemur fram í umfjöllun ESPN í dag sem er með uppsagnarbréf starfsmannsins undir höndum.

Þessi upplifun ýtir undir sögusagnir að þetta sé vandamál innan félagsins. Konan sagði upp störfum eftir fimmtán ár hjá Suns.

NBA deildin hóf rannsókn á starfsemi félagsins eftir að sögur um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni innan félagsins komu fram í dagsljósið síðasta haust.

Stutt er síðan svipað mál kom upp á yfirborðið hjá Dallas Mavericks sem er á leiðinni fyrir dómstóla.