Forseti MLS-deildarinnar missti það út úr sér að Zlatan Ibrahimovic væri búinn að semja við AC Milan á nýjan leik.

Ibrahimovic er að renna út á samningi hjá LA Galaxy um áramótin eftir tvö ár í herbúðum MLS-liðsins.

Sænski framherjinn virðist enn eiga nóg eftir og skoraði 53 mark í 58 leikjum með Galaxy.

AC Milan hefur ekki unnið ítölsku deildina síðan Zlatan yfirgaf félagið með Thiago Silva og samdi við PSG árið 2012