Samkvæmt heimildum hlaðvarpsins Dr. Football er Valur búið að ræða við landsliðskonurnar Dagnýju Brynjarsdóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur um að semja við Val.

Málið var rætt í þætti dagsins sem nálgast má hér. Í þættinum kemur fram að líklegt sé að Hlín Eiríksdótitr fari út í atvinnumennsku fyrir næsta tímabil.

Dagný samdi við Selfoss fyrir rétt rúmu ári síðan eftir farsælan atvinnumannaferil þar sem hún lék í Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Svava Rós var að ljúka öðru tímabili sínu hjá Kristianstad. Svava var áður hjá Röa í norska boltanum þar sem hún sló í gegn á fyrsta tímabili sínu í atvinnumennsku.

Báðar hafa þær reynslu af því að leika fyrir Val en Svava sem er uppalin í Fram skipti yfir í Val á unglingsárunum.

Dagný var hluti af gullaldarliði Vals og varð Íslandsmeistari með Val fjögur ár í röð frá 2007-2010.

Báðar hafa þær verið í kvennalandsliðinu undanfarin ár þar sem Dagný er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn Íslands frá upphafi.