Einn þekktasti íþróttablaðamaður Frakklands segir að PSG verði franskir meistarar eftir að forsætisráðherra Frakklands sagði að það yrðu ekki fleiri leikir fram á haust.

Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti á dögunum bann á íþróttaviðburðum út sumarið. Með því var ljóst að tímabilinu í frönsku knattspyrnunni væri lokið.

Snemma var ljóst að tímabilið yrði ekki fellt niður heldur var leitast eftir lausnum hvernig væri hægt að ákveða lokastöðuna í deildinni og hefur nú verið ákveðið að PSG endurheimtir franska meistaratitilinn.

PSG var með tólf stiga forskot á Marseille ásamt því að eiga leik til góða þegar tíu umferðir voru eftir þegar keppni var stöðvuð.

Þetta verður því sjöundi meistaratitill PSG á síðustu átta árum eftir að auðkýfingar frá Katar keyptu félagið.