Manchester United tapaði illa fyrir erkifjendum sínum í Liverpool á heimavelli. Úrslit gærdagsins voru 5-0 sigur Liverpool og uppi eru háværar raddir um að reka eigi Solskjær úr starfi. ,,Pressan á Solskjær eftir þennan leik getur reynst honum óbærileg. Stjórn félagsins hefur til þessa gert öllum ljóst að þeir styðji við bakið á stjóranum en úrslit á við þessu munu grafa undan slíkum stuðningsyfirlýsingum,“ skrifaði Gary Neville í pistli sem birtist á vefsíðu Sky Sports.

Neville, sem var á sínum tíma liðsfélagi Solskjærs hjá Manchester United telur að hann fái tækifæri til þess að snúa gengi félagsins við en að hann muni í sífellu vera undir mikilli pressu.

,,Það er engin spurning að Solskjær mun fá að finna fyrir því á næstu dögum. Það munu heyrast háværar raddir um að það eigi að reka hann en stóra spurningin er hvernig leikmenn munu bregðast við eftir þessi úrslit,“ skrifar Neville á Sky Sports.

Frammistaða Manchester United í leiknum var langt frá því að vera sannfærandi. Liðið lenti undir strax á 5. mínútu og virtist aldrei líklegt til að geta strítt Liverpool. Rauða spjald Paul Pogba í seinni hálfleik virtist síðan undirstrika pirringinn og vonleysið hjá liðinu.

Paul Pogba var rekinn af velli í seinni hálfleik
GettyImages

„Við höfum átt von á þessu í fimm til sex vikur, frammistaðan hefur verið svona frá upphafi tímabils og um leið og liðið mætti góðum andstæðingi voru þeir niðurlægðir,“ skrifaði Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports um ensku úrvalsdeildina

Manchester United er eftir leikinn í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig þegar níu umferðir hafa verið leiknar. Mikil fjárfesting í leikmönnum fyrir tímabilið hefur hingað til ekki skilað sér í nægilega góðum úrslitum fyrir Solskjær og félaga en fróðlegt verður að fylgjast með því hvort hann haldi starfi sínu hjá félaginu.

GettyImages