Þjálfari argentínska landsliðsins, Lionel Scaloni, ákvað að skilja Messi eftir utan leikmannahópsins fyrir næstu leiki Argentínu þar sem Messi sé enn að glíma við eftirköst kórónaveirusmits.

Messi greindist með Covid-19 í upphafi ársins eftir að hafa eytt tíma í Argentínu. Óhætt er að segja að fregnirnar af smiti Messi hafi vakið mismikla lukku í Argentínu en plötusnúður sem birti mynd af sér og Messi greindi frá líflátshótunum í sinn garð.