Breskir fjölmiðlar fullyrða að Frank Lampard verði sagt upp störfum hjá Chelsea í dag eftir slakt gengi liðsins að undanförnu.

Chelsea tókst að vinna Luton í enska bikarnum í gær en hefur aðeins fengið fjögur stig úr síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Lampard sem er á öðru tímabili sínu með Chelsea hefur ekki tekist að standa undir væntingum eftir að hafa fengið opið tékkahefti til að styrkja leikmannahópinn í sumar.

Hann hefur stýrt liði Chelsea í átján mánuði en hann lék 648 leiki á þrettán árum með félaginu og var lykilleikmaður í gullaldarliði Chelsea.