Sænskur blaðamaður greinir frá því í dag að í spjalli við markmannsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafi komið fram að læknateymi Íslands hafi ekki fengið að skoða meiðsli Arons Pálmarssonar betur en hann gat ekki gefið kost á sér á mótinu vegna meiðsla.
Í tilkynningu HSÍ á sínum tíma kom fram að eftir skoðun læknateymis íslenska liðsins væri ljóst að Aron gæti ekki gefið kost á sér.
Hann kom því aldrei til móts við íslenska liðið og er ekki með liðinu á HM í Egyptalandi.
Intressant intervju i dag med Tomas Svensson i Handbollslandslagets Gameday-app om mystiken kring Palmarssons skada och VM-återbud.
— Johan Flinck (@JohanFlinck) January 17, 2021
Islands landslagsläkare fick inte ens undersöka honom.
Svensson kopplar till ny kontraktsförlängning med Barça.
Johann Flinck á Aftonbladet birti í dag tíst þar sem hann segir að Tomas Svensson, sænski markmannsþjálfari Íslands, hafi sagt að læknir íslenska liðsins hafi aldrei fengið að skoða Aron í aðdraganda HM.
Í færslunni kemur fram að Svensson telji að þetta gæti tengst samningaviðræðum Arons við Barcelona um framlengingu.