Forráðamenn Kríu voru ekki tilbúnir að staðfesta þetta í samtali við Ívar Benediktsson, ritstjóra Handbolta.is en sögðu að von væri á tilkynningu.

Kría komst upp í efstu deild á dögunum í fyrsta sinn í stuttri sögu félagsins með sigri á Víkingum í umspili.

Félagið getur ekki lengur gengið að æfingaraðstöðu á Seltjarnarnesi og óvissa er um leikmannamál. Var því tekin ákvörðun um að draga liðið úr keppni í efstu deild og afþakka boð um að keppa í 1. deildinni.

Kemur fram í greininni að ef Víkingur afþakki boðið standi Þórsurum til boða að þiggja sæti Kríu og ÍR-ingar séu næstir á lista.