Salif Diao, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Jurgen Klopp eigi stóran þátt í ákvörðun Sadio Mane að yfirgefa Liverpool fyrir Bayern Munchen í sumar.

Diao og Mane eru landar frá Senegal og eru tveir af þremur leikmönnum í sögu Liverpool frá Seneagal.

Mane átti eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool og óskaði eftir því að yfirgefa félagið fyrr á þessu ári.

„Hann var búinn að vera hjá félaginu í nokkur ár og ég held að hann hafi þurft að finna fyrir því að hann yrði metinn að sínum verðleikum hjá Anfield. Ég er ekki að tala um aðdáendur félagsins, heldur frekar frá þjálfaranum.“

Mane byrjaði tímabilið af krafti með Bayern en hefur fatast flugið síðustu vikur.