Þess í stað séu forráðamenn Manchester City ákveðnir í að semja við Harry Kane sem hefur verið helsta skotmark Pep Guardiola.

Ronaldo byrjaði á varamannabekknum hjá Juventus um helgina og greindu ítalskir fjölmiðlar frá því að hann væri að íhuga framtíð sína.

Þessi 36 ára gamli portúgalski sóknarmaður er að hefja fjórða tímabil sitt hjá Juventus en þar áður hefur hann leikið með Real Madrid, Manchester United og Sporting.

Þrátt fyrir að vera farinn að nálgast fertugt hefur ekkert hægst á Ronaldo sem var markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.