Handbolti

Segir að öll stærstu lið Evrópu séu að fylgjast með Hauki

​Forseti pólska stórliðsins Vive Kielce staðfesti áhuga á að semja við Selfyssinginn unga Hauk Þrastarson en bætti við að öll stærstu félög Evrópu séu að fylgjast með honum þessa dagana.

Haukur er eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu. Fréttablaðið/Eyþór

Forseti pólska stórliðsins Vive Kielce staðfesti áhuga á að semja við Selfyssinginn unga Hauk Þrastarson en bætti við að öll stærstu félög Evrópu séu að fylgjast með honum þessa dagana.

Haukur sem verður átján ára á þessu ári hefur verið í lykilhlutverki hjá Selfossi undanfarið ár sem leiddi til þess að hann var valinn í íslenska landsliðið fyrir HM.

Þá var hann valinn besti leikmaður mótsins á Evrópumóti U18 síðasta sumar.

„Hann er einn eftirsóttasti leikmaður heims þessa dagana enda getur hann náð jafn langt og Aron Pálmarsson. Ég veit að PSG, Kiel og Flensburg eru öll áhugasöm um hann og er viss um að öll stærstu lið Evrópu séu með nafn hans á lista því hann hefur allt sem þarf til að verða besti handboltamaður heims á næstu árum,“ sagði forseti Kielce, Bertus Servaas. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Handbolti

Ragnheiður inn í landsliðið fyrir Mariam

Sport

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Auglýsing

Nýjast

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Al Arabi staðfestir komu Arons

Bernando segir markmið City að vinna fernuna

Viðar Örn kallaður inn í landsliðið

Draumurinn er ennþá að komast í NBA-deildina

Auglýsing