Fótbolti

Segir að Juventus verði síðasta félag Ronaldo

Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo, segir að Juventus verði síðasta félagslið skjólstæðings síns sem útilokar að hann muni einn daginn snúa aftur til Manchester United.

Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Juventus séu afar spenntir fyrir komu Ronaldo. Fréttablaðið/Getty

Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo, segir að Juventus verði síðasta félagslið skjólstæðings síns sem útilokar að hann muni einn daginn snúa aftur til Manchester United.

Ronaldo lék á sínum tíma í sex ár fyrir enska félagið en hann er búinn að samþykkja samningstilboð ítölsku meistaranna í Juventus eftir níu ár í herbúðum Real Madrid.

Fer hann í læknisskoðun hjá Juventus á mánudaginn áður en hann verður kynntur sem nýjasti leikmaður félagsins.

Stuðningsmenn Manchester United hafa sumir hverjir vonast eftir því að sjá Ronaldo snúa aftur á Old Trafford en það virðist ekki ætla að rætast.

„Ég gleðst fyrir hans hönd að hafa tekið þessa ákvörðun. Juventus verður síðasta félag hans og hann lýkur frábærum ferli hjá þessu magnaða félagi.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Özil hættur: „Þegar við töpum er ég innflytjandi“

Fótbolti

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Fótbolti

Ronaldo á vinsælustu íþróttamynd í sögu Instagram

Auglýsing

Nýjast

Blikar keyrðu yfir FH-inga

KR vann Stjörnuna öðru sinni - Ásgeir með þrennu

Molinari fyrsti Ítalinn sem vinnur risamót í golfi

Birkir Már skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val í áratug

Molinari leiðir fyrir lokasprettinn

Jafnt í Grafarvoginum

Auglýsing