Fótbolti

Segir að Juventus verði síðasta félag Ronaldo

Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo, segir að Juventus verði síðasta félagslið skjólstæðings síns sem útilokar að hann muni einn daginn snúa aftur til Manchester United.

Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Juventus séu afar spenntir fyrir komu Ronaldo. Fréttablaðið/Getty

Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo, segir að Juventus verði síðasta félagslið skjólstæðings síns sem útilokar að hann muni einn daginn snúa aftur til Manchester United.

Ronaldo lék á sínum tíma í sex ár fyrir enska félagið en hann er búinn að samþykkja samningstilboð ítölsku meistaranna í Juventus eftir níu ár í herbúðum Real Madrid.

Fer hann í læknisskoðun hjá Juventus á mánudaginn áður en hann verður kynntur sem nýjasti leikmaður félagsins.

Stuðningsmenn Manchester United hafa sumir hverjir vonast eftir því að sjá Ronaldo snúa aftur á Old Trafford en það virðist ekki ætla að rætast.

„Ég gleðst fyrir hans hönd að hafa tekið þessa ákvörðun. Juventus verður síðasta félag hans og hann lýkur frábærum ferli hjá þessu magnaða félagi.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Juventus unnið 21 af 24 leikjum

Fótbolti

Juventus horfir til Salah og Klopp

Fótbolti

Willum Þór til BATE Borisov

Auglýsing

Nýjast

Jón Axel stigahæstur fyrir framan Curry

Ís­lendingur í einni stærstu raf­í­þrótta­deild heims

Nýtt nafn á bikarinn

Watford fyrst í 8-liða úrslitin

Zaha í bann

Guðmunda Brynja færir sig um set

Auglýsing