Sport

Segir að De Bruyne sé ósnertanlegur

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé ekki til sú upphæð í heiminum sem fái hann til að selja belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne frá félaginu.

Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé ekki til sú upphæð í heiminum sem fái hann til að selja belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne frá félaginu.

Guardiola var spurður á blaðamannafundi í dag hvort að það væri ákvæði um riftunarverð í samningi De Bruyne sem hann skrifaði undir í janúar.

Sá belgíski er að ná sér af hnémeiðslum og er fjarverandi þessa dagana en var einn besti leikmaður liðsins í fyrra þegar félagið valtaði yfir deildina.

Guardiola sagði að hann væri ekki í boði þótt að upphæðin væri 250 milljónir eða meira, Kevin De Bruyne væri einfaldlega ekki til sölu.

„Hann er ekki með ákvæði um riftunarverð að ég vissi til og ég myndi ekki selja hann fyrir 250 milljónir evra. Á Englandi er ekki skilyrði að vera með riftunarverð og þyrfti því að komast að samkomulagi þótt að við myndum aldrei hefja viðræðurnar.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Valur fór ansi illa með Hauka

Körfubolti

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Handbolti

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Auglýsing

Nýjast

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Vill sjá heilsteyptan leik hjá íslenska liðinu

Höttur og Huginn sameinast

Þessar mæta Slóvökum síðdegis

Auglýsing