Sport

Segir að De Bruyne sé ósnertanlegur

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé ekki til sú upphæð í heiminum sem fái hann til að selja belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne frá félaginu.

Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé ekki til sú upphæð í heiminum sem fái hann til að selja belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne frá félaginu.

Guardiola var spurður á blaðamannafundi í dag hvort að það væri ákvæði um riftunarverð í samningi De Bruyne sem hann skrifaði undir í janúar.

Sá belgíski er að ná sér af hnémeiðslum og er fjarverandi þessa dagana en var einn besti leikmaður liðsins í fyrra þegar félagið valtaði yfir deildina.

Guardiola sagði að hann væri ekki í boði þótt að upphæðin væri 250 milljónir eða meira, Kevin De Bruyne væri einfaldlega ekki til sölu.

„Hann er ekki með ákvæði um riftunarverð að ég vissi til og ég myndi ekki selja hann fyrir 250 milljónir evra. Á Englandi er ekki skilyrði að vera með riftunarverð og þyrfti því að komast að samkomulagi þótt að við myndum aldrei hefja viðræðurnar.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Körfubolti

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Auglýsing

Nýjast

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Burnley fikrar sig frá fallsvæðinu

Ofur­sunnu­dagur á Eng­landi

Auglýsing