Þetta hefur Ferrari staðfest en Schumacher mun ásamt því að keyra fyrir Haas á næsta tímabili, vera varaökumaður Ferrari í 11 af 23 keppnum næsta tímabils eða í þeim keppnum sem Giovinazzi, sem ók á síðasta tímabili fyrir Alfa Romeo, mun ekki geta sinnt vegna nýrrar áskorunar í Formúlu E.

Schumacher þreytti frumraun sína í Formúlu 1 á nýafstöðnu tímabili með Haas sem var með bíl sem var ekki nálægt því að geta veitt öðrum bílum samkeppni.

Schumacher nafnið er vel þekkt í sögu Ferrari, Michael Schumacher, faðir Micks, varð margfaldur heimsmeistari með liðinu og þá hefur Mick alist upp í gegnum akademíu liðsins frá unga aldri.