Banda­ríska For­múlu 1 liðið Haas hefur á­kveðið að endur­nýja ekki samning sinn við Mick Schumacher. Þetta kemur frá á vef­síðu þýska miðilsins Bild sem segist hafa heimildir fyrir því að Haas sé búið að ná sam­komu­lagi við hinn 35 ára gamla Nico Hul­ken­berg, sam­landa Schumacher­s frá Þýska­landi.

Þetta þýðir að Schumacher verður ekki með sæti í For­múlu 1 á næsta ári, í það minnsta ekki sem aðal öku­maður því liðin eru búin að negla niður sína öku­manns­skipan fyrir tíma­bilið.

Guent­her Stein­er, liðs­stjóri Haas stað­festi um ný­liðna keppnis­helgi að liðið hefði tekið á­kvörðun um öku­mans­skipan sína fyrir næsta tíma­bil og að á­kvörðunin yrði opin­beruð í vikunni.

Mick er sonur For­múlu 1 goð­sagnarinnar og sjö­falda heims­meistarans Michael Schumacher en auk þess að vera yfir­gefa her­búðir Haas er hann ekki lengur á mála hjá Ferrari akademíunni.

Þó svo að Mick fái ekki sæti sem einn af aðal öku­mönnum For­múlu 1 næsta tíma­bili virðast dyrnar hafa opnast fyrir hann hjá þýska meistara­liðinu Mercedes en Michael Schumacher á ríka sögu með liðinu.

Toto Wolff, liðs­stjóri Mercedes var spurður út í Mick Schumacher um ný­liðna helgi.

„Schumacher nafnið til­heyrir tengist Mercedes sterkum böndum og við kunnum vel að meta Mick.“

Sjálfur er Nico Hul­ken­berg vel þekktur meðal á­huga­fólks um For­múlu 1 en hann var síðast með sæti í móta­röðinni árið 2019 hjá Renault. Hann ók þó þrisvar sinnum fyrir Ra­cing Point liðið árið 2020 sem vara­öku­maður.