Toto Wolff, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Mercedes segir að Mick Schumacher, nýráðinn varaökumaður liðsins verðskuldi tækifæri til þess að sanna sig enn frekar í Formúlu 1.
Fyrr í dag var Schumacher kynntur sem nýr varaökumaður Mercedes út tímabilið 2023, tækifæri sem Toto Wolff segir Þjóðverjann unga verðskulda.
,,Mick er hæfileikaríkur ungur ökumaður og við erum himinlifandi með að hafa fengið hann hinað. Hann leggur hart að sér, er rólyndismaður sem hungrar í árangur og bætingu sem ökumaður."
Mick mun verða viðstaddur allar keppnishelgar Formúlu 1 með Mercedes á næsta tímabili, sinna ákveðnum markaðslegum skyldum sem ökumaður liðsins auk þess sem hann mun koma að þróun bílsins, meðal annars í gegnum aksturshermi.
Hann fetar nú í fótspor, föður síns, sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher sem varð á sínum Formúlu 1 ferli sjöfaldur heimsmeistari í mótaröðinni.
Samningur Micks við Formúlu 1 lið Haas rann út eftir síðasta tímabil og var ekki endurnýjaður. Hann á að baki tvö heil tímabil í Formúlu 1.