Michael Schumacher fyrrverandi ökuþór fór í aðgerð í París í Frakklandi í vikunni en Schumacher lenti í skíðaslysi fyrir sex árum síðan þar sem hann varð fyrir alvarlegum áverka á heila. Ekki hefur verið opinberað hvers eðlis aðgerðin var.

Talið er hins vegar að Schumacher hafi undirgengist aðgerð sem fól í sér blóðgjöf með stofnfrumum með það að markmiði að minnka bólgur í líkama hans.

Philippe Menasche, sérfræðingur á sviði stofnfrumuaðgerða, framkvæmdi aðgerðina sem Þjóðverjinn fór í en hann vildi bara staðfesta að Schumacher hafi verið með meðvitund á meðan aðgerðin fór fram.

Brendon Noble prófessor í læknisfræði, sem vinnur fyrir samtök um stofnfrumurannsóknir í Bretlendi telur að aðgerðin hafi ekki tengst á beinan hátt heilaáverkanum sem Schumacher hlaut.

Noble segir enn fremur að aðgerðin sem Schumacher undirgekkst ekki að öllum heimil í Bretlandi eins og sakir standa. Sjúkrahúsið þar sem aðgerðin var framkvæmd hefur ekki gefið út um hvers konar aðgerð var að ræða. Í samtali við enska blaðið Mirror útskýrir Noble hvaða hlutverki stofnfrumur geta gegnt í tilfellum sem þessum.

Það sé annars vegar til þess að lagfæra þann áverka eða þær frumubreytingar sem eru til staðar í líkamanum og hins vegar til þess að minnka bólgur sem séu afleiðing af áverka. Noble segir eins og áður segir að hann álíti að aðgerðin sem Formúlu 1-goðsógnin hafi verið til þess að minnka bólgur í líkama Þjóðverjans.