Þjóðverjinn Michael Schumacher er kominn aftur á heimili sitt við Genfarvatn í Sviss eftir að hafa undirgengist stofnfrumuaðgerð á sjúkrahúsi í París í síðustu vikr. Það er franska blaðið Le Parisien sem greinir frá þessu.

Þessi fyrrverandi goðsögn í Formúlu 1 kappakstrinum fór í síðustu viku í aðgerð þar sem stofnfrumum var sprautað í líkama hans með það að markmiði að minnka bólgur í höfði hans.

Það var franski prófessorinn og sérfræðingurinn á sviði stofnfrumuaðgerða, Philippe Menaschés, sem framkvæmdi aðgerðina á Georges Pompidou sjúkrahúsinu í París.

Meðferðinni eftir aðgerðina er nú lokið og Schumacher sem varð á sínum tíma sjö sinnum Formúlu 1-meistari. Schumacher varð fyrir höfuðmeiðslum í skíðaslysi árið 2013 en hann hefur verið að glíma við afleiðingar þess síðan þá.

Schumacher var haldið sofandi fyrstu níu mánuðina eftir slysið en eftir það hefur hann verið í endurhæfingu á heimili sínu í Genf en ekkert hefur verið gefið út opinberlega hvernig bataferlið gengur.