Fjölskylda Formúlu 1 goðsagnarinnar Michaels Schumacher undirbýr nú næsta skref í sínu lífi sem felst í því að eiga eign og samastað á spænsku eyjunni Mallorca yfir vetrartímann. Frá þessu er greint á vefsíðu The Mirror.

Lítið hefur verið gefið upp um ástand sjöfalda Formúlu 1 heimsmeistarans sem lenti í hræðilegu skíðaslysi árið 2013. Schumacher hafði alla sína tíð viljað halda spilinum nærri sér hvað einkalíf sitt og fjölskyldunnar varðar og fjölskyldan ákvað að hafa sama háttinn á eftir skíðaslysið.

Mick Schumacher, sonur Michaels fetar nú í fótspor föður síns í Formúlu 1 þar sem hann ekur fyrir bandaríska liðið Haas og á dögunum sagði Jean Todt, fyrrum liðsstjóri Michaels hjá Ferrari að hann heimsæki vin sinn oft.

Í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina NTV sagði Todt að hann og Michael hafi horft á keppnir á Formúlu 1 tímabilinu saman. Hann var spurður að því í viðtalinu hvort hann saknaði Michaels.

,,Ég sakna hans ekki, ég sé hann enn en auðvitað sakna ég þess sem við áttum saman," var svar Todt.