Fótbolti

Scholes farinn frá Oldham eftir fjórar vikur í starfi

Paul Scholes er hættur sem knattspyrnustjóri Oldham eftir aðeins fjórar vikur í starfi eftir að eigandi félagsins reyndi að blanda sér í ákvörðunartökur knattspyrnustjórans.

Scholes þungur á brún á hliðarlínunni. Fréttablaðið/Getty

Paul Scholes er hættur sem knattspyrnustjóri Oldham eftir aðeins fjórar vikur í starfi eftir að eigandi félagsins reyndi að blanda sér í ákvörðunartökur knattspyrnustjórans.

Þetta var fyrsta starf hans sem knattspyrnustjóri og það hjá liðinu sem hann studdi sem barn en það gekk lítið hjá liðinu undir Scholes. Eftir sigur í fyrsta leik lék Oldham sex leiki án sigurs.

Scholes skrifaði undir átján mánaða samning 12. febrúar síðastliðinn en tilkynnti stjórn félagsins í dag að hann hefði sagt upp störfum hjá félaginu.

Hann er goðsögn hjá Manchester United eftir að hafa leikið 718 leiki fyrir félagið í öllum keppnum og unnið ellefu meistaratitla, þrjá bikarmeistaratitla og tvo Meistaradeildartitla.

Enskir fjölmiðlar fullyrða að Scholes hafi verið ósáttur með íhlutun Abdallah Lemsagam, eiganda félagsins, eftir að hafa sett skilyrði að Lemsagam myndi ekki blanda sér í ákvörðunartöku hjá félaginu þegar hann tók við liðinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Fótbolti

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Fótbolti

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Auglýsing

Nýjast

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Al Arabi staðfestir komu Arons

Auglýsing