Enski boltinn

Scholes fær sitt fyrsta stjórastarf

Paul Scholes hefur verið kynntur til leiks sem knattspyrnustjóri Oldham Athletic. Þetta er fyrsta starf hans sem knattspyrnustjóri.

Paul Scholes er kominn í knattspyrnustjórabransann. Fréttablaðið/Getty

Paul Scholes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska D-deildarliðsins Oldham Athletic. Hann samdi við félagið næsta eina og hálfa árið. 

Scholes hóf störf hjá Oldham Athletic í gær, en var kynntur formlega til leiks á blaðamannafundi í hádeginu í dag. 

Það hefur legið í loftinu undanfarna daga að Scholes taki við stjórnartaumunum hjá liðinu, en beðið var eftir staðfestingu frá enska knattspyrnusambandinu hvort honum væri heimilt að stýra liðinu á sama tíma og hann ætti hlut í utandeildarfélaginu Salford City.

Mick Priest sem var í þjálfarateymi Oldham Athletic áður en Scholes mætti til starfa verður aðstoðarmaður hans. Pete Wild sem þjálfar unglingalið félagsins hefur stýrt liðinu sem bráðabirgðastjóri síðan Frankie Bunn var rekinn milli jóla og nýars.  

Scho­les er 44 ára gam­all lék lengst af með Manchester United á leikmannaferl sínuim eða á árabilinu 1993 til 2011. 

Hann varð 11 sinn­um Eng­lands­meist­ari með Manchester United, vann þrisvar sinnum enska bikarinn, tvisvar sinnum enska deildabikarinn og Meistaradeild Evrópu tvívegis. 

Þá varð hann einu sinni Álfumeistari með liðinu og sömuleiðis einu sinni heimsmeistari félagslið. Scho­les lék 66 leiki með enska landsliðinu og skoraði í þeim leikjum 14 mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Enski boltinn

Pogba allt í öllu í sigri Man.Utd

Enski boltinn

Ekki unnið bikarsigur á Chelsea í 20 ár

Auglýsing

Nýjast

Klopp mætir Bayern München í 30. sinn

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum

Fram fyrsta liðið í undanúrslit

Firmino tæpur vegna veikinda

Unnur Tara með trosnað krossband

Þórsarar kærðu úrslit leiksins

Auglýsing