Joao Mendes, sonur brasilísku knatt­spyrnu­goð­sagnarinnar Ron­aldin­ho hefur samið við spænska stór­veldið Barcelona. Frá þessu greinir Ron­aldin­ho sjálfur.

Mendes er 17 ára gamall og hefur nú fetað í fót­spor föður síns sem var á sínum tíma á málum hjá Barcelona og gerði þar frá­bæra hluti.

„Ég get stað­fest að Barcelona mun semja við Joao. Bar­ca hefur alltaf verið hluti af mínu lífi og nú mun það halda á­fram í gegnum son minn,“ sagði Ron­aldin­ho í sam­tali við RAC 1.

Ron­aldin­ho spilaði á sínum tíma 207 leiki fyrir Barcelona, skoraði 94 mörk og gaf 70 stoð­sendingar. Hann vann Meistara­deild Evrópu með fé­laginu árið 2006, varð spænskur meistari í tví­gang og spænskur ofur­bikar­meistari einnig í tví­gang.