Rannsókn háskólans í Boston leiddi það í ljós að Scott Vermillion, fyrrum leikmaður í MLS, var með heilaskaða þegar hann lést aðeins 44 ára.

Hann er fyrsti leikmaðurinn úr MLS-deildinni, sterkustu knattspyrnudeild Bandaríkjanna, sem greinist með heilaskaða (e. CTE).

Vermillion lék í fjögur ár í MLS-deildinni og á leiki að baki fyrir yngri landslið Bandaríkjanna. Hann þurfti að hætta snemma vegna meiðsla en eftir að leikmannaferlinum fór að bera á einkennum heilaskaða.

Fundu heila­skaða hjá fyrrum knatt­spyrnu­manniUndanfarin ár hafa fundist fjölmörg dæmi um heilaskaða hjá íþróttamönnum úr NFL deildinni.