Lands­liðs­þjálfarinn var gestur í Kast­ljósi í gær­kvöldi þar sem hann var spurður út í þessar nýjustu vendingar, þar sem leik­menn og þjálfara þátt­tökuliða HM munu þurfa að fara í skimun fyrir Co­vid-19 veirunni reglu­lega í gegnum HM.

,,Ég verð að játa það að ég saup hveljur þegar að ég heyrði þetta og ég hef veru­legar á­hyggjur af þessu," sagði Guð­mundur í Kast­ljósi. ,,Ég hef reynt að hugsa ekki of mikið um þetta en við verðum settir í Co­vid-19 próf rétt eftir helgi, úti í Þýska­landi og það getur auð­vitað allt gerst þar."

Ís­lenska lands­liðið leikur tvo æfinga­leiki gegn Þjóð­verjum úti í Þýska­landi um komandi helgi og það hvernig menn ætla sér að mæla mögu­leg Co­vid-19 smit, segist Guð­mundur ekki vita.

,,Og hvað getur komið út úr því er ó­mögu­legt að segja. Ef það kemur eitt­hvað upp þá fer við­komandi ein­stak­lingur, hvort sem það er leik­maður eða með­limur þjálfara­t­eymisins, í fimm daga sótt­kví."

Guð­mundur segist ekki skilja þessa á­kvörðun Al­þjóða hand­knatt­leiks­sam­bandsins.

,,Það er hvergi, hjá nokkru einasta sér­sam­bandi í heiminum, verið að ræða Co­vid-19. Þess vegna er þetta furðu­leg ráð­stöfun svo ekki sé meira sagt.

Lands­liðið sé öllu vant í þessum efnum.

,,En þetta er að mínu mati al­gjör ó­þarfi og kemur á undar­legum tíma­punkti."

Fyrsti leikur Ís­lands á HM fer fram þann 12. janúar næst­komandi, eftir rúma viku. Þar verður and­stæðingurinn lands­lið Portúgals en auk þeirra er Ís­land í riðli með Ung­verja­landi og Suður-Kóreu.

Riðill Ís­lands verður spilaður í Kristian­stad í Sví­þjóð og liðin sem enda í efstu þremur sætum riðilsins komast á­fram í milli­riðla.