Það var mikill hiti í mönnum undir lok leiks Breiðabliks og Vals þegar stærstum hluta liðs Breiðabliks lenti saman við Aron Jóhannsson, framherja Vals, eftir brot Arons á Antoni Ara Einarssyni, markmanni Vals.

Undir lok leiksins fylgdi Aron eftir af hörku og braut á Antoni sem var að grípa boltann á marklínu Blika.

Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson, miðverðir Breiðabliks, Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson og fleiri lýstu yfir óánægju sinni við Aron sem gaf ekkert eftir.

Damir og Aron fengu báðir spjald en það virtist ekki róa menn niður og tók það dágóðan tíma fyrir Ívar Orra Kristjánsson að róa menn niður.