Carrick mætti á sinn fyrsta blaðamannafund í dag í aðdraganda leiks morgundagsins. Hann frétti af því að Solskjær hefði verið sagt upp á æfingasvæði félagsins í gær. ,,Ég vissi ekkert fyrir það, held að enginn hafi gert það. Þrátt fyrir allt þá held ég að allir hafi aðlagað sig vel að aðstæðunum á mjög fagmannlegan hátt."

Hann var aðstoðarmaður Solskjærs og segist vera með svipaðar áherslu og Norðmaðurinn. ,,Ég hef unnið náið með Ole í langan tíma núna og við höfum mjög svipaðar áherslur. Ég er með skýrar hugmyndir um það hvernig við eigum að spila og hverju við viljum áorka og ég hlakka til að sjá það á vellinum á morgun."

Hann segir gærdaginn hafa farið í að horfast í augu við raunveruleikann. Einbeitingin sé hins vegar komin á næsta verkefni. ,,Mitt hlutverk er nú að undirbúa liðið fyrir leik morgundagsins og gefa allt í þetta verkefni. Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur og ég hef trú á okkur, mér sjálfum, leikmönnum og starfsliðinu og hlakka til leiksins."

,,Ég hef takmarkaðan tíma og þetta er áskorun en ég hlakka til að takast á við hana. Þetta er ekki það sem við stefndum að en við erum með frábæran leikmannahóp á okkar snærum, þeir hafa sannað það áður og munu gera það aftur," sagði Michael Carrick, sem stýrir Manchester United nú tímabundið á meðan að leit stendur yfir að bráðabirgðastjóra fyrir félagið.