JC Elite, þjálfari og vinur hnefaleikakappans Anthony Joshua, hefur birt mynd af kappanum. Er þetta í fyrsta sinn sem almenningur sér kappann frá tapi gegn Oleksandr Usyk um síðustu helgi.

Um endurtekinn bardaga var að ræða þeirra á milli. Sigraði Usyk ansi naumlega.

Joshua tók tapinu vægast sagt ekki vel. Hann tók tvö af beltum Usyk og kastaði þeim í hringinn, auk þess að láta menn úr teymi Usyk fá það óþvegið. Joshua hefur þó síðar beðist afsökunar.

Áðurnefnda mynd birti JC á Instagram. Á henni eru þeir Joshua að spila skák. Við myndina skrifar þjálfarinn: „Hvíld, endurheimt, koma okkur saman og halda áfram.“

Má ætla að Joshua sé því þegar kominn með hugann við næsta bardaga.