Margrét lára er ekki á því að reka hefði átt Solskjær fyrr úr starfi. ,,Hann hefur alltaf náð frammistöðu, þeir hafa komið til baka eftir að hafa byrjað illa, hafa átt lélega kafla en hafa náð að rísa upp og eiga góð tímabil."

Solskjær hafi sýnt fram á það sem hægt er að kalla næstum því árangur. ,,En næstum því árangur er bara ekki nóg á Old Trafford," sagði Margrét Lára, sérfræðingur Vallarins hjá Síminn sport.

Hún segir að einstaklingar eins og Solskjær, sem elski og lifi fyrir félagið sitt eigi að fá meira svigrúm og sveigjanleika í starfi. Hún skilur hins vegar ákvörðun forráðamanna Manchester United um að reka Solskjær úr starfi.

,,Hann er kominn á endastöð með þetta lið, því miður vegna þess að hann er algjör heiðursmaður, hvernig hann talar við fjölmiðla, hvernig hann ber virðingu fyrir andstæðingnum, fjölmiðlum, samherjum, leikmönnum sínum. Algjör heiðursmaður og manni finnst bara svo sárt að sú uppskrift geti ekki gengið upp, allavegana ekki á þessum stað," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Símans um enska boltann.