Maurizio Sarri, ítalski knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það bíði John Terry starf sem þjálfari hjá félaginu þegar Terry ákveður að leggja skóna upp í hillu eftir langan og farsælan feril.

Terry sem kom upp úr unglingastarfi Chelsea lék með Aston Villa í Championship-deildinni í fyrra. Vildi hann ekki endurnýja hjá félaginu í leit en var á því að hann ætti enn eitt gott tímabil eftir.

Var hann í viðræðum við Spartak Moskva og búinn að gangast undir læknisskoðun en snerist hugur á síðustu stundu. Fyrir vikið er hann enn samningslaus en Sarri segir að það bíði honum starf á Brúnni sem þjálfari þegar takkaskórnir fara upp í hillu.

„Síðast þegar ég heyrði í honum sagðist hann ætla að taka eitt tímabil til viðbótar. Ég hef áhuga á að fá hann inn í þjálfarateymið mitt þegar hann hættir, hvenær sem það verður.“