Enski boltinn

Sarri tilbúinn að bjóða John Terry þjálfarastarf

Maurizio Sarri, ítalski knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það bíði John Terry starf sem þjálfari hjá félaginu þegar Terry ákveður að leggja skóna upp í hillu eftir langan og farsælan feril.

Terry kvaddi Chelsea sem enskur meistari en hjá félaginu vann hann alla þá titla sem í boði voru. Fréttablaðið/Getty

Maurizio Sarri, ítalski knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það bíði John Terry starf sem þjálfari hjá félaginu þegar Terry ákveður að leggja skóna upp í hillu eftir langan og farsælan feril.

Terry sem kom upp úr unglingastarfi Chelsea lék með Aston Villa í Championship-deildinni í fyrra. Vildi hann ekki endurnýja hjá félaginu í leit en var á því að hann ætti enn eitt gott tímabil eftir.

Var hann í viðræðum við Spartak Moskva og búinn að gangast undir læknisskoðun en snerist hugur á síðustu stundu. Fyrir vikið er hann enn samningslaus en Sarri segir að það bíði honum starf á Brúnni sem þjálfari þegar takkaskórnir fara upp í hillu.

„Síðast þegar ég heyrði í honum sagðist hann ætla að taka eitt tímabil til viðbótar. Ég hef áhuga á að fá hann inn í þjálfarateymið mitt þegar hann hættir, hvenær sem það verður.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Ferguson snýr aftur á Old Trafford í maí

Enski boltinn

Watford fyrst í 8-liða úrslitin

Enski boltinn

Zaha í bann

Auglýsing

Nýjast

„Léttir að vinna loksins titil og fá ártal á vegginn“

„Setjum þetta í reynslubankann“

Helena: Magnað að vinna titilinn með Guðbjörgu

„Löngu kominn tími á að vinna titla“

„Góð tilfinning að vinna loksins titil með Val“

Vals­konur bikar­meistarar í fyrsta sinn

Auglýsing