Juventus hefur ráðið Maurizio Sarri sem þjálfara karlaliðs félagsins í knattspyrnu en hann tekur við starfinu af Massimilian Allegri sem lét af störfum eftir að síðasta keppnistímabili lauk.

Sarri sem hætti hjá Chelsea eftir eins árs veru í starfi hjá enska liðinu tekur við góðu búi hjá Juventus en liðið hefur orðið ítalskur meistari síðustu átta leiktíðir.

Hjá Chelsea varð Sarri í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni, öðru sæti í enska deildabikarnum og vann svo sinn fyrsta titil sem þjálfari þegar liðið vann Evrópudeildina.

Áður en Sarri hélt til Englands stýrði hann Napoli og leitt hefur verið líkum að því að hann muni taka Jorginho og Gonzalo Higuain sem léku undir hans stjórn hjá Napoli og Chelsea með sér til Juventurs.