Ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Chelsea sé tilbúið að leyfa Maurizio Sarri að yfirgefa félagið og taka við Juventus ef ítalska félagið sé tilbúið að greiða upp samninginn.

Ítalinn tók við liði Chelsea af Antonio Conte síðasta sumar og stýrði liði Chelsea í úrslit deildarbikarsins, úrslit Evrópudeildarinnar og þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Þrátt fyrir það er óánægja með störf hans hjá félaginu og heyrðust raddir um að hann yrði rekinn á miðju tímabili eftir neyðarlega tapleiki.

Massimiliano Allegri tilkynnti það á dögunum að hann væri á förum frá Juventus og horfa stjórnarmenn Juventus sem og Roma til Sarri til að taka við liðunum.