Pressan virðist vera að ná til Maurizio Sarri en þegar Pep Guardiola leitaðist eftir því að þakka honum fyrir leikinn sniðgekk Ítalinn hönd Guardiola.

Það er venja að þjálfarar liðanna takist í hendur í leikslok og þakki fyrir leikinn en það var ekki upp á teningunum í dag.

Í sjónvarpsútsendingunni sást að Guardiola reyndi að þakka Sarri fyrir leikinn en sá ítalski hélt rakleiðis inn í búningsklefa.

Guardiola þakkaði þess í stað Gianfranco Zola, aðstoðarmanni Sarri, fyrir leikinn.