Enski boltinn

Sarri nálgast Chelsea: Jorginho fylgir honum

Ítalskir fjölmiðlar segja frá því í dag að Maurizio Sarri taki við liði Chelsea af Antonio Conte í dag og að miðjumaðurinn Jorginho muni fylgja honum frá Napoli til Lundúna.

Það stefnir allt í að Sarri verði staðfestur sem næsti stjóri Chelsea á næstu klukkutímum. Fréttablaðið/Getty

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, segir ekki langt þar til að Maurizio Sarri verði kynntur sem næsti þjálfari Chelsea og taki við félaginu af landa sínum, Antonio Conte en ítalskir fjölmiðlar segja að Jorginho muni fylgja Sarri til Lundúna.

Sarri var leystur undan störfum hjá Napoli fyrr í sumar og var talið ljóst að hann myndi taka við enska félaginu en það hefur gengið illa að semja við Conte um starfslokasamning.

Stýrði Conte fyrstu æfingum Chelsea eftir sumarfrí á mánudaginn þótt að það hafi virst ljóst að hann væri á förum.

Laurentiis sagði í samtali við SkySports að hann ætti von á því að Sarri myndi taka við liðinu innan skamms en skömmu síðar greindu ítalskir fjölmiðlar frá því sama, að Sarri yrði kynntur sem þjálfari Chelsea á næstu klukkutímum.

Segja ítalskir fjölmiðlar einnig að hinn brasilíski Jorginho sem leikur fyrir ítalska landsliðið muni fylgja Sarri til Chelsea en hann hefur verið orðaður við Manchester City í allt sumar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Enski boltinn

Bráð­fjörugt jafn­tefli í Suður­strandarslagnum

Enski boltinn

Hazard blómstrar í frelsinu undir stjórn Sarri

Auglýsing

Nýjast

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Auglýsing