Fótbolti

Sarri hugnast betur að fá Higuain

Maurizio Sarri knattspyrnustjóri Chelsea vill helst fá sinn gamla lærisvein argentínska framherjann Gonzalo Higuain til þess að leysa vandræðin í framlínu liðsins.

Gonzalo Higuain í leik með AC Milan í vetur. Fréttablaðið/Getty

Skysports greinir frá því í dag að Marina Granovskaia framkvæmdastjóri Chelsea hafi efasemdir um heillavænlegast sé fyrir félagið að fá Gonzalo Higuain, en Maurizio Sarri knattspyrnustjóri sé á öðrum máli. 

Þá flækir það málin fyrir Sarri að Higuain er á láni hjá AC Milan frá Juventus og forráðamenn AC Milan hafa gefið það út að þeir vilji alls ekki missa argentínska framherjann úr sínum röðum. 

Sarri og Higuain hafa áður starfað saman, en sóknarmaðurinn eitraði sló markametið í efstu deild á Ítalíu þegar hann lék undir stjórn ítalska knattspyrnustjórans hjá Napoli keppnistímabilið 2015-16. 

Sumarið eftir það tímabil var Higuain seldur til Juventur fyrir 75 milljónir evra og svo enn síðar lánaður til AC Milan þar sem hann leikur þessa stundina. 

Framherjar Chelsea þeir Álvaro Morata og Oliver Giroud hafa verið í vandræðum fyrir framan markið á yfirstandandi leiktíð, en þeir hafa samtals skorað sex mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 

Talið er að Giroud muni halda stöðu sinni sem framherji hjá félaginu, en Morata verði látinn víkja fyrir nýjm framherja og hefur Sevilla verið nefndur til sögunnar sem líklegur áfangastaður hans.

Þá hefur Callum Wilson framherji Bournemouth sem skorað hefur 10 mörk í 23 leikjum í öllum keppnum fyrir liðið á leiktíðinni verið talinn vera sá sem Granovskaia og félagar hennar í stjórn Chelsea vilji helst fá til þess að leysa framherjavandræði liðsins. Kaupverðið á honum yrði um það bil 50 milljónir punda ef að þeim viðskiptum veðrur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing