Sara Sigmundsdóttir var öruggur sigurvegari á Dubai Championship-mótinu í Crossfit sem lauk í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag.

Þegar yfir lauk fékk Sara 967 stig sem var 26 stigum meira en Slóvakinn Karin Frey sem varð í öðru sæti. Sara hafði forystuna lungann úr mótinu og það kom ekki að sök að hún hafnaði í fimmta sæti í lokagrein mótsins.

Hún varð hlutskörpust í tveimum greinar, varð þrisvar sinnum í öðrum sæti og tvisvar sinnum í því þriðja. Eik Gylfadóttir endaði í 13. sæti en Katrín Tanja Davíðsdóttir þurfti að hætta keppni vegna meiðsla á fyrsta keppnisdegi.

Björgvin Karl Guðmundsson hafnaði í fjórða sæti í karlaflokki en hann fékk 818 stig og var 95 stigum frá því að komast á verðlaunapall. .