Tilkynnt var í síðustu viku að landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, Sara Björk Gunnarsdóttir, væri genginn til liðs við franska stórveldið Lyon en hún kemur þangað frá tvöföldum meisturum í Þýskalandi, Alba Berlin. Sara Björk var kynnt til leiks á samfélagsmiðlum Lyon í dag á myndunum sem sjá má hér að neðan.

Ef vel er að gáð á myndunum má sjá að Sara Björk fékk sér nýtt tattoo í vikunni en hún frumsýndi það á Instagram-síðu sinni fyrr í þessari viku.

Sara Björk er að ganga til liðs vði félag sem hefur borið sigur úr býtum í frönsku efstu deildinni fjór­tán ár í röð. Þá hefur Lyon borið sigurorð í Meist­ara­deild Evr­ópu síðustu fjögur árin og sex sinn­um alls sem gerir liðið að því sigursælasta í sögu keppninnar.