Fótbolti

Sara skoraði þegar Wolfsburg komst í bikarúrslitin

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka Wolfsburg í 4-1 sigri á Essen í undanúrslitum þýska bikarsins en Wolfsburg fær því tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn gegn Bayern Munchen.

Sara fagnar marki í leik Wolfsburg á dögunum. Fréttablaðið/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir innsiglaði 4-1 sigur Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í dag en Wolfsburg er komið í úrslit þýska bikarsins.

Wolfsburg fær þar tækifæri til að verja titilinn og vinna fimmta bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Mætti Wolfsburg liði SGS Essen á heimavelli í dag og kom Caroline Hansen Wolfsburg yfir snemma leiks. 

Pernille Harder virtist hafa gert út um leikinn með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn en Essen minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks.

Var það svo Sara Björk sem kláraði leikinn endanlega á 86. mínútu leiksins en Wolfsburg mætir Bayern Munchen í úrslitum bikarsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ólíklegt að Usain Bolt semji við ástralska liðið

Fótbolti

Líkir leikjum gegn Atletico Madrid við tannpínu

Fótbolti

Bolt meinað að æfa eftir að hann hafnaði samningi

Auglýsing

Nýjast

Bayern sótti þrjú stig til Grikklands

Lið Man United festist aftur í umferðarteppu

Sendu treyjur til Malawaí handa munaðarlausum

„Gríska liðið er í kynslóðaskiptum eins og við“

„Ekki tilbúnir til að vinna Meistaradeildina“

Mane snýr aftur í lið Liverpool á morgun

Auglýsing