Fótbolti

Sara skoraði þegar Wolfsburg komst í bikarúrslitin

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka Wolfsburg í 4-1 sigri á Essen í undanúrslitum þýska bikarsins en Wolfsburg fær því tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn gegn Bayern Munchen.

Sara fagnar marki í leik Wolfsburg á dögunum. Fréttablaðið/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir innsiglaði 4-1 sigur Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í dag en Wolfsburg er komið í úrslit þýska bikarsins.

Wolfsburg fær þar tækifæri til að verja titilinn og vinna fimmta bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Mætti Wolfsburg liði SGS Essen á heimavelli í dag og kom Caroline Hansen Wolfsburg yfir snemma leiks. 

Pernille Harder virtist hafa gert út um leikinn með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn en Essen minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks.

Var það svo Sara Björk sem kláraði leikinn endanlega á 86. mínútu leiksins en Wolfsburg mætir Bayern Munchen í úrslitum bikarsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Fótbolti

Ronaldo á vinsælustu íþróttamynd í sögu Instagram

Fótbolti

Wenger tekur ekki við Japan

Auglýsing

Nýjast

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Stjarnan skoraði níu í Árbænum og er komin í bikarúrslit

Auglýsing