Fótbolti

Sara skoraði þegar Wolfsburg komst í bikarúrslitin

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka Wolfsburg í 4-1 sigri á Essen í undanúrslitum þýska bikarsins en Wolfsburg fær því tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn gegn Bayern Munchen.

Sara fagnar marki í leik Wolfsburg á dögunum. Fréttablaðið/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir innsiglaði 4-1 sigur Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í dag en Wolfsburg er komið í úrslit þýska bikarsins.

Wolfsburg fær þar tækifæri til að verja titilinn og vinna fimmta bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Mætti Wolfsburg liði SGS Essen á heimavelli í dag og kom Caroline Hansen Wolfsburg yfir snemma leiks. 

Pernille Harder virtist hafa gert út um leikinn með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn en Essen minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks.

Var það svo Sara Björk sem kláraði leikinn endanlega á 86. mínútu leiksins en Wolfsburg mætir Bayern Munchen í úrslitum bikarsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Fótbolti

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Patriots og Rams mætast í SuperBowl

Auglýsing