Fótbolti

Sara skoraði þegar Wolfsburg komst í bikarúrslitin

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka Wolfsburg í 4-1 sigri á Essen í undanúrslitum þýska bikarsins en Wolfsburg fær því tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn gegn Bayern Munchen.

Sara fagnar marki í leik Wolfsburg á dögunum. Fréttablaðið/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir innsiglaði 4-1 sigur Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í dag en Wolfsburg er komið í úrslit þýska bikarsins.

Wolfsburg fær þar tækifæri til að verja titilinn og vinna fimmta bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Mætti Wolfsburg liði SGS Essen á heimavelli í dag og kom Caroline Hansen Wolfsburg yfir snemma leiks. 

Pernille Harder virtist hafa gert út um leikinn með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn en Essen minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks.

Var það svo Sara Björk sem kláraði leikinn endanlega á 86. mínútu leiksins en Wolfsburg mætir Bayern Munchen í úrslitum bikarsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Barcelona vann bikarinn með stæl

Fótbolti

Er tími HSV í efstu deild Þýskalands kominn á enda?

Fótbolti

Rannsaka starfsemi í akedemíu Marcelo

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

„Okkur langar að færa okkur upp um eitt þrep"

Íslenski boltinn

Spá Fréttablaðsins: KA hafnar í 6. sæti

Enski boltinn

Aron skaut Cardiff upp í annað sætið

Enski boltinn

Man. Utd getur bjargað tímabilinu með bikar

Körfubolti

Valur jafnaði metin gegn Haukum

Handbolti

ÍBV fer með þriggja marka forskot til Rúmeníu

Auglýsing