Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Lyon leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu á heimavelli Juventus í Tórínó í dag. Sara gæti með því bætt öðrum Evrópumeistaratitli í safnið.
Sara varð fyrst íslenskra kvenna til að verða Evrópumeistari árið 2020 þegar hún skoraði eitt marka Lyon í 3-1 sigri á Wolfsburg í úrslitaleiknu
Íslenska landsliðskonan sneri aftur inn á völlinn í vor eftir að hafa eignast son sinn, Ragnar Frank undir lok síðasta árs. Hún kom við sögu þegar Lyon vann Juventus í átta liða úrslitunum.
Andstæðingar Lyon í leiknum, spænska stórveldið Barcelona, hefur verið óstöðvandi afl í kvennaknattspyrnu undanfarið ár og varð Evrópumeistari á síðasta ári með 4-0 sigri á Chelsea í úrslitaleiknum.
Börsungar töpuðu ekki leik í deildarkeppninni og aðeins einum leik í Meistaradeild Evrópu. Þar var að verki Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en það kom ekki að sök eftir 5-1 sigur Barcelona í fyrri leik liðanna.
Sömu lið mættust í úrslitaleiknum árið 2019 þar sem Lyon vann sannfærandi 4-1 sigur og Börsungar áttu engin svör.