Sara Sigmundsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir komust á verðlaunapall á Rogue Invitational í Ohio um helgina og stuttu á eftir þeim kom Katrín Tanja Davíðsdóttir.

Um er að ræða eitt af stærstu CrossFit mótum heimsins og náði hraustasta fólk heims undanfarin tvö ár, Tia-Clair Toomey og Mathew Fraser að vinna mótið að þessu sinni.

Alls fékk Tia-Clair 696 stig og bar sigur úr býtum í fjórum greinum af átta, þar af síðustu tveimur og hafði með því betur gegn íslensku aflraunakonunum sem unnu allar eina þraut hver.

Sara fékk 620 stig og náði nokkuð örugglega öðru sæti í Ohio með 128 stiga forskot á Annie sem lenti í þriðja sæti. Katrín Tanja lenti svo í því fjórða með 478 stig.