Sara Björk Gunnarsdóttir, lansliðsfyrirliði í knattspynu, er greinilega í miklum metum hjá þýska knattspynufélaginu Wolfsburg en tilkynnt var fyrr á þessu ári að hún myndi róa á önnur mið eftir fjögurra ára veru hjá félaginu.

Miðvallarleikmaðurinn varð fjórum sinnum Þýskalandsmeistari með liðinu og þrisvar sinnum bikarmeistari.

Sara Björk hefur skrifað undir hjá franska stórliðinu Lyon en henni var þakkað fyrir framlag sitt til Wolfsburg með skemmtilegu myndbandi á samfélagsmiðlum þýska félagsins í kvöld.