Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í Wolfsburg mæta Lyon í fyrri leik liðanna átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 

Leikurinn fer fram í Lyon og þar mætast liðin sem léku til úrslita í Kænugarði á síðasta tímabili.

Lyon hefur orðið franskur meistari undanfarin tíu ár og unnið Meistaradeild Evrópu undanfarin þrjú ár. Lyon hefur slegið Wolfsburg úr leik í Meistaradeildinni undanfarin þrjú ár, þar af tvisvar í úrslitaleiknum. 

Sara Björk lék fyrstu tuttugu mínúturnar í úrslitaleik liðanna í fyrra en fór meidd af velli í Kænugarði. Í leiknum komst Wolfsburg yfir en Lyon svaraði með fjórum mörkum.